Enski boltinn

Aron og Hermann með í sigurleikjum í ensku b-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreidarsson hefur komið inn á síðustu tveimur leikjum Portsmouth og þeir hafa báðir unnist.
Hermann Hreidarsson hefur komið inn á síðustu tveimur leikjum Portsmouth og þeir hafa báðir unnist. Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslendingaliðin Coventry og Portsmouth unnu bæði leiki sína í ensku b-deildinni í dag en Queens Park Rangers gerði enn eitt jafnteflið. Reading lék án íslenskra leikmanna í dag en náði að vinna ótrúlega 4-3 sigur eftir að hafa lent 1-3 undir.

Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 70. mínúturnar í 1-0 útisigri Coventry á Sheffield United en sigurinn kom Coventry-liðinu upp í 4. sæti. Sigurmarkið kom á 23. mínútu leiksins.

Heiðar Helguson var ekki með Queens Park Rangers sem gerði fjórða jafnteflið í röð og missti toppsætið til Cardiff City. Cardiff er nú með tveggja stiga forskot eftir 3-1 sigur á Norwich.

Hermann Hreiðarsson kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 2-1 heimasigri Portsmouth á Nottingham Forest. Portsmouth vann þarna sinn fjórða deildarsigur í röð og er komið upp í 9. sætið.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru ekki með í 4-3 heimasigri Reading á Doncaster Rovers. Doncaster Rovers komst í 3-1 en Reading skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum og kom sér upp í 6. sætið í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×