Enski boltinn

Liverpool að vinna kapphlaupið um sextán ára táning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool er sagt við það að ná samningum við Gillingham um hinn sextán ára gamla Ashley Miller sem þykir einn efnilegasti knattspyrnumaður Englands.

Önnur stórlið í ensku úrvalsdeildinni hafa verið sögð á höttunum eftir Miller, svo sem Manchester United, Arsenal, Tottenham, Aston Villa og Everton.

Miller er í miklum metum hjá Gillingham þar sem hann hefur verið síðan hann var níu ára gamall. Hann verður í leikmannahópi aðalliðsins í leik gegn Northampton í ensku D-deildinni um helgina.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem unglingastarfið hjá Gillingham skilar árangri en árið 2008 var Luke Freeman, sem þá var fimmtán ára, seldur til Arsenal fyrir tugir milljóna króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×