Sport

Dag­skráin: Enski boltinn rúllar í DocZone

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Brot af því sem má finna á dagskránni í dag.
Brot af því sem má finna á dagskránni í dag. vísir / samsett

Enski boltinn byrjaði að rúlla í gær og verður ekki stöðvaður úr þessu. Fimm leikir fara fram í dag og DocZone-ið mun fylgjast með öllu sem um er að vera. Ásamt því má finna fleiri leiki og viðburði á íþróttarásum Sýnar.

Sýn Sport

11:10 - Aston Villa tekur á móti Newcastle í fyrsta leik dagsins.

13:40 - DocZone hefur göngu sína í sjónvarpi og fylgist með öllum fótboltaleikjum sem eru í gangi á sama tíma. Hjörvar Hafliðason stýrir þættinum með einstaklega vel völdum og skemmtilegum gestum.

16:20 - Wolves tekur á móti Manchester City í síðdegisleiknum.

Sýn Sport 2

11:10 - Sérstök útsending frá leik Aston Villa og Newcastle þar sem fylgst er með völdum leikmönnum beggja liða.

13:40 - Tottenham tekur á móti Burnley.

16:05 - Laugardagsmörkin fara yfir öll helstu atvik dagsins hingað til í enska boltanum.

Sýn Sport 3

13:40 - Sunderland tekur á móti West Ham.

Sýn Sport 4

13:50 - Brighton tekur á móti Fulham.

22:00 - Bein útsending frá þriðja degi The Standard Portland Classic á LPGA mótaröðinni.

Sýn Sport Viaplay

11:25 - Wrexham spilar sinn fyrsta leik í Championship deildinni gegn West Bromwich Albion.

13:50 - Blackburn tekur á móti Birmingham, liði Willums Þórs Willumssonar og Alfons Sampsted.

18:20 - Stuttgart tekur á móti Bayern Munchen í þýska ofurbikarnum.

23:00 - Cook Out 400 NASCAR kappaksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×