Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Aron Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2025 10:02 Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, hafði sitthvað að segja um varnarleik liðsins gegn Bournemouth í gær. Vísir/Getty Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, var allt annað en sáttur með varnarleik liðsins, sér í lagi í seinna markinu sem liðið fékk á sig gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool vinni ekki ensku deildina með svona nálgun. Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira