Enski boltinn

Redknapp: United er ekki sama lið án Ronaldo og Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo með Wayne Rooney.
Cristiano Ronaldo með Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur reynt að tala sjálfstraust í sína menn fyrir leikinn við Manchester United í dag með því að segja að lærisveinar Sir Alex Ferguson séu nú veikara lið eftir að þeir seldu Cristiano Ronaldo og með Wayne Rooney meiddann.

Manchester United tekur á móti Tottenham á Old Trafford í síaðsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn hefst klukkan 16.30 að íslenskum tíma.

„Þeir eru ennþá með frábært lið en þeir eru ekki eins góðir og þegar Ronaldo og Rooney voru í liðinu," sagði Harry Redknapp.

„Það má ekki gleyma því að þeir fóru í heimsókn til Arsenal í fyrra og slátruðum þeim. Þeir eru ennþá með ótrúlegt lið en það er mikil breyting þegar þú hefur ekki lengur Ronaldo og Rooney," sagði Harry Redknapp.

„Við erum að verða betri og erum alltaf að minnka bilið. Við höldum vonandi áfram að bæta okkur," sagði Harry Redknapp en fyrir leikinn er Tottenham tvemur stigum á eftir Manchester Unired í stigatöflunni og getur því farið upp fyrir United með sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×