Enski boltinn

Mancini ósáttur með partístand fjögurra leikmanna City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur oftar en ekki gagnrýnt drykkjumenninguna í Bretlandi og ítalski stjórinn var ekki sáttur þegar upp komst um partístand fjögurra hans leikmanna aðfaranótt þriðjudagsins.

Upp komst um ferðir þeirra Adam Johnson, Gareth Barry, Joe Hart og Shay Given aðfaranótt þriðjudags þegar myndband birtist af þeim á netinu þar sem þeir voru að skemmta sér í stúdentapartí í Skotlandi.

„Ég hef ekki séð þetta myndband en ég var búinn að fara yfir þessi mál með mínum leikmönnum fyrir aðeins tíu dögum síðan," sagði Roberto Mancini.

„Ég skil þetta bara ekki. Myndbandið var frá mánudeginum sem var frídagur hjá leikmönnum. Leikmenn geta svo sem gert það sem þeir vilja á frídögum en ég skil ekki ástæðuna fyrir þessu," sagði Mancini og bætti við:

„Við spilum á þriggja daga fresti og það er erfitt að ná sér á mili leikja. Ég ætla að taka á þessu máli í búningsklefanum en ekki hér á blaðamannafundi," sagði Mancini.

„Þetta er vandamál í breskum fótbolta og ekki aðeins hjá okkur. Þetta er huti af kúltúrnum hjá breskum fótboltamönnum," sagði Roberto Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×