Fleiri fréttir

Giggs stefnir á að stýra Man Utd eða landsliði Wales

„Markmið mitt er að stýra Manchester United eða Wales," segir höfðinginn Ryan Giggs sem er byrjaður að mennta sig í þjálfarafræðum og hyggst snúa sér að knattspyrnustjórn þegar skórnir fara á hilluna.

Margrét Lára spilaði í 90 mínútur en Kristianstad tapaði

Kristianstad tapaði 0-3 fyrir Tyresö í sænsku kvennadeildinni í dag og datt fyrir vikið niður um tvö sæti í töflunni. Kristianstad er nú komið niður í 7. sæti deildarinnar eftir að hafa ekki náð að vinna í síðustu sex leikjum sínum.

GR-konur unnu Sveitakeppni kvenna í fjórtánda sinn

Golfklúbbur Reykjavíkur tryggði sér í dag sigur í Sveitakeppni kvenna með 4-1 sigur á heimastúlkum í Golfklúbbi Kópavogar og Garðarbæjar en Sveitakeppnin í ár fór fram á Leidalsvelli.

Formaður Chelsea: Joe Cole farinn í smáklúbb

Carly, eiginkona Joe Cole, lætur á twitter-síðu sinni í ljós óánægju með skrif stjórnarformanns Chelsea. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck vakti ekki ánægju meðal stuðningsmanna Liverpool með skrifum sínum í leikskrá Chelsea fyrir leikinn gegn WBA í gær.

Ben Arfa vill burt og neitar að æfa

„Ég á mitt stolt. Þrátt fyrir að við fáum borgað fyrir að spila fótbolta erum við ekki þrælar," segir Hatem Ben Arfa, leikmaður franska liðsins Marseille.

Roy Hodgson býst ekki við að Liverpool berjist um titilinn

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur ekki sett stefnuna á það að lið hans berjist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili þar sem að hann hefur ekki haft nógu mikinn tíma til að vinna með liðið. Roy Hodgson tók við stjórastöðunni af Rafael Benitez í sumar og fyrsti leikur liðsins á tímabilinu er gegn Arsenal á Anfield í dag.

Wenger: Gott að byrja á móti Liverpool á Anfield

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sett stefnuna á að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2004 en liðið byrjar tímabilið á að heimsækja Liverpool á Anfield í dag. Arsenal vann alla þrjá leiki sína á móti Liverpool á síðasta tímabili.

Englendingur mun taka við enska landsliðinu af Capello

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út þann vilja sinn að ráða Englending sem þjálfara enska landsliðsins þegar Fabio Capello hættir með liðið. Ítalinn er með samning fram yfir Evrópukeppnina 2012.

Magnús með fernu þegar Keflavík vann fyrsta Evrópusigurinn

Keflvíkingar urðu í gær fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópusigur í Futsal þegar þeir lögðu sænska liðið í Vimmerby, 10-6, en keppni í G-riðli undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal (Futsal Cup) hófst þá á Ásvöllum.

Karl Malone gaf fötluðum strák Heiðurshallar-jakkann sinn

Karl Malone var tekinn inn í heiðurshöll bandaríska körfuboltans um helgina og fékk meðal annars glæsilegan Heiðurshallar-jakka að gjöf við það tilefni. Malone ákvað hinsvegar að gefa fötluðum strák jakkann sinn.

Guardiola hvíldi átta landsliðsmenn og Barcelona tapaði 3-1

Spænsku bikarmeistararnir í Sevilla eru í góðum málum í Meistarakeppninni á Spáni eftir 3-1 sigur á Spánarmeisturum Barcelona í fyrri leiknum sem fram fór í Sevilla í gær. Seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli Barcelona.

Gylfi lagði upp jöfnunarmark Reading í gær

Gylfi Þór Sigurðsson reyndist Reading enn á ný mikilvægur í ensku b-deildinni þegar hann lagði upp jöfnunarmark liðsins á móti Portsmouth í gær. Jöfnunarmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok þegar það stefndi í 1-0 sigur Portsmouth.

Nýkrýndir bikarmeistarar þurfa að mæta á æfingu strax á morgun

FH-ingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í kvöld og eru þessa stundina að fagna titlinum í Hafnarfirði. Það er samt engin miskunn hjá þjálfaranum Heimi Guðjónssyni þrátt fyrir sigurinn því leikmenn FH þurfa að mæta á næstu æfingu strax á morgun.

Annar stærsti sigurinn í sögu bikarúrslitaleiks karla

FH-ingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í kvöld með því að vinna 4-0 stórsigur á KR á Laugardalsvellinum. Þetta er stærsti sigur liðs í bikarúrslitaleik í 23 ár eða síðan Fram vann 5-0 sigur á Víði úr Garði 1987.

Heimir Guðjónsson: Frábær liðsheild hjá FH-liðinu í þessum leik

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var kátur í leikslok eftir 4-0 stórsigur á KR í bikaúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill hans sem þjálfari og hefur Heimir nú unnið stóran titil á fyrstu þremur tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki.

FH-ingar bikarmeistarar karla

FH-ingar tryggðu sér sigur í VISA-bikar karla með 4-0 stórsigri á KR-ingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum í kvöld.

Rúnar: Margir leikmenn voru ekki að spila af eðlilegri getu

„Það er voðalítið hægt að segja eftir svona leik en ég vil bara óska FH-ingum til hamingju með frábæran sigur. Það var blóðugt að lenda 2-0 undir á tveimur vítaspyrnum sem ég er ekki búinn að sjá aftur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 tap KR fyrir FH í bikaúrslitaleiknum í kvöld.

Mario Balotelli vildi vera áfram á Ítalíu

Mario Balotelli sagði eftir að hann var seldur frá Internazionale Milan til Manchester City fyrir 22,5 milljónir punda að hann hefði kosið það helst að geta spilað áfram á Ítalíu.

Sepp Blatter talar um að útrýma jafnteflum á HM

Sepp Blatter, forseti FIFA, segir það í umræðunni innan Alþjóðafótboltasambandsins að hætta með jafntefli á HM í fótbolta en þess í stað verði gripið til vítaspyrnukeppni eftir 90 mínútur eða að menn endurveki gullmarkið í framlengingu.

Peter Cech og Didier Drogba byrja báðir hjá Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur tilkynnt byrjunarlið Chelsea fyrir leikinn á móti West Brom á eftir. Það vekur athygli að bæði Peter Cech og Didier Drogba eru í liðinu en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og hafa lítið tekið þátt í undirbúningstímabilinu.

Nýliðar Blackpool á toppnum eftir stórsigur á útivelli

Nýliðar Blackpool og Aston Villa unnu stærstu sigrana þegar enska úrvalsdeildin fór af stað í dag en þrjú efstu liðin frá því á síðasta tímabili, Chelsea (í kvöld), Arsenal (á morgun) og Manchester United (á mánudaginn), eiga enn eftir að spila sinn í leik í 1. umferðinni.

Joe Hart: Við munum halda hvorum öðrum við efnið

„Þetta var góður dagur og ég elska að spila fótbolta," sagði Joe Hart, markvörður Manchester City, hógvær eftir frábæran leik sinn í marklausu jafntefli Manchester City á móti Tottenham í dag.

Neymar segist ekki hafa talað við Chelsea í leyfisleysi

Brasilíski táningurinn Neymar, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik í vikunni og hefur slegið í gegn hjá Santos, neitar því að hafa verið að tala við Chelsea í leyfsileysi. Hann vill vera áfram hjá Santos.

Arsene Wenger búinn að framlengja til ársins 2014

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er búinn að framlengja samning sinn við liðið um þrjú ár og er nú samningsbundinn til júní 2014. Wenger er þá búinn að vera átján ár við stjórnvölinn hjá Arsenal.

Joe Hart bjargaði stigi fyrir City - markalaust í fyrsta leik

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, skellti Joe Hart í markið fyrir leikinn á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sá ekki eftir því þar sem enski landsliðsmarkvörðurinn bjargaði stigi fyrir sína menn í markalausu jafntefli Tottenham og Manchester City í opnunarleik tímabilsins.

Iker Casillas varði þrjár vítaspyrnur frá Bæjurum

Iker Casillas, markvörður og nýr aðalfyrirliði Real Madrid, var í miklu stuði þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern Munchen í vítakeppni í gær. Casillas afrekaði þetta í árlegum leik til heiðurs Franz Beckenbauer sem fram fór í Munchen í gær.

Redknapp vill fá William Gallas til Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er að reyna að fá til sín franska varnarmanninn William Gallas og telur hann nú vera helmingslíkur á því að Gallas komi til Spurs. Redknapp segir að Gallas gæti hjálpað Tottenham til að vera ofar en Arsenal í töflunni í vor.

Frábær fótboltaleikur í spilunum

Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar.

Sjá næstu 50 fréttir