Enski boltinn

Eigandi Aston Villa: Við sögðum nei við stóra og vonda Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Milner fagnar marki sínu með Marc Albrighton í gær.
James Milner fagnar marki sínu með Marc Albrighton í gær. Mynd/AP
Randy Lerner, bandarískur eigandi enska liðsins Aston Villa sem og bandaríska NFL-fótboltaliðsins Cleveland Browns, heldur því nú fram að Manchester City hafi brotið félagsskiptareglur við að reyna að fá til sín James Milner, miðjumann Aston Villa.

„Stóra og vonda Manchester City kom til okkar og vildi kaupa Milner en við sögðum nei af því að hann væri ekki til sölu. Reglurnar segja að félagið verið að virða það," sagði Randy Lerner í viðtali við The Mail on Sunday.

„Manchester City virti þetta svar okkar í tvo daga en svo brutu þeir reglurnar og fóru aftur að reyna að fá hann til sín," bætti Lerner við.

Aston Villa byrjaði ensku úrvalsdeildina á því að vinna West Ham 3-0 í gær og skoraði James Milner þriðja og síðasta markið.

„Við erum ekki félag sem gengur út á það að selja sína bestu leikmenn og við erum ætlum ekki að selja James Milner," sagði Lerner en Aston Villa seldi landsliðsmanninn Gareth Barry til Manchester City fyrir ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×