Enski boltinn

Ben Arfa vill burt og neitar að æfa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hatem Ben Arfa vill fara frá Marseille.
Hatem Ben Arfa vill fara frá Marseille.

„Ég á mitt stolt. Þrátt fyrir að við fáum borgað fyrir að spila fótbolta erum við ekki þrælar," segir Hatem Ben Arfa, leikmaður franska liðsins Marseille.

Ben Arfa er á óskalista enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle en franska félagið segir að hann sé einfaldlega ekki til sölu og sé ekki á förum.

Það er Ben Arfa allt annað en sáttur við og hefur boðað til verkfalls, hann segist engan áhuga hafa á að mæta á æfingar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×