Enski boltinn

Wenger: Gott að byrja á móti Liverpool á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sett stefnuna á að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2004 en liðið byrjar tímabilið á að heimsækja Liverpool á Anfield í dag. Arsenal vann alla þrjá leiki sína á móti Liverpool á síðasta tímabili.

„Við fáum erfiðan fyrsta leik á móti Liverpool en það er jafnframt gott tækifæri til að sýna öllum að við séum tilbúnir að berjast um meistaratitilinn. Þetta lið er klárt í slaginn, einbeitt og tilbúið að berjast fyrir sínu," sagði Arsene Wenger.

„Það er gott að byrja á móti Liverpool á Anfield því þú veist að þú ert að fara inn í leik sem krefst hámarks einbeitingar. Við áttum gott undirbúningstímabil og erum því fullir sjálfstrausts og með allar byssur hlaðnar," sagði Wenger bjartsýnn.

„Þetta gæti orðið kapphlaup á milli sex eða sjö liða. Það er mikilvægt að sýna stöðugleika og vinna stóru leikina," segir Wenger.

„Við höfum það fram yfir mörg lið að við þekkjum hvern annan orðið mjög vel og við vitum hvernig fótbolta við viljum spila. Við sýndum á síðasta tímabili hvað við getum en við viljum bæta okkur enn frekar og ég trúi því að við getum það," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×