Enski boltinn

Giggs stefnir á að stýra Man Utd eða landsliði Wales

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ryan Giggs er orðinn 36 ára.
Ryan Giggs er orðinn 36 ára.

„Markmið mitt er að stýra Manchester United eða Wales í framtíðinni," segir höfðinginn Ryan Giggs sem er byrjaður að mennta sig í þjálfarafræðum og hyggst snúa sér að knattspyrnustjórn þegar skórnir fara á hilluna.

„Þegar maður hefur verið í fótboltanum í svona mörg ár er varla hægt að slíta sig frá honum þegar ferlinum lýkur. Margir leikmenn njóta þess að verða knattspyrnustjórar," segir Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×