Enski boltinn

Gylfi lagði upp jöfnunarmark Reading í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Anton
Gylfi Þór Sigurðsson reyndist Reading enn á ný mikilvægur í ensku b-deildinni þegar hann lagði upp jöfnunarmark liðsins á móti Portsmouth í gær. Jöfnunarmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok þegar það stefndi í 1-0 sigur Portsmouth.

Gylfi átti fyrirgjöf á Jimmy Kebe sem skoraði og sá til þess að Reading tapaði ekki öðrum leik sínum í röð í deildinni. Mark Gylfa um síðustu helgi skilaði liðinu engum stigum.

Gylfi Þór og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading og léku allan leikinn, Brynjar Þór sem miðvörður og Gylfi út á vinstri kanti.

Heiðar Helguson og félagar hans í Queens Park Rangers unnu 3-0 útisigur á Sheffield United þar sem öll mörkin komu á fyrstu 23 mínútunum. Heiðar skoraði ekki en lék allan leikinn fyrir QPR sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Aron Einar Gunnarsson átti flotta innkomu í 2-2 jafntefli Coventry á móti Watford. Aron kom inn á völlinn á 68. mínútu í stöðunni 2-0 fyrir Watford en Coventry tryggði sér stig með tveimur mörkum á síðustu tveimur mínútunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×