Enski boltinn

Formaður Chelsea: Joe Cole farinn í smáklúbb

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joe Cole í leik með Liverpool.
Joe Cole í leik með Liverpool.

Carly, eiginkona Joe Cole, lætur á twitter-síðu sinni í ljós óánægju með skrif stjórnarformanns Chelsea.

Stjórnarformaðurinn Bruce Buck vakti ekki ánægju meðal stuðningsmanna Liverpool með skrifum sínum í leikskrá Chelsea fyrir leikinn gegn WBA í gær.

„Joe Cole er farinn í smáklúbb fyrir norðan M25 hraðbrautina," stóð í pistli Buck í leikskránni en Cole yfirgaf Chelsea og gekk til liðs við Liverpool fyrir tímabilið. Liverpool er sigursælasta lið í sögu enska boltans svo erfitt er að kalla félagið smáklúbb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×