Fleiri fréttir

Gallas í læknisskoðun hjá Tottenham

William Gallas verður orðinn leikmaður Tottenham seinna í dag standist hann læknisskoðun á White Hart Lane. Hann kemur á frjálsri sölu.

Hodgson: Fórum illa með færin

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, var alls ekki nógu sáttur við hvernig hans menn fóru með færin gegn Trabzonspor í Evrópudeildinni í kvöld.

Ondo: Stigin skipta meira máli en mörkin

„Ég hefði getað skorað þriðja markið en það skiptir ekki máli. Ég er bara ánægður að við fengum þrjú stig,“ sagði Gilles Mbang Ondo, markaskorari Grindvíkinga, eftir frábæran sigur liðsins gegn Íslands- og bikarmeisturum FH í kvöld, 3-1.

Viðar Örn: Fyrri hálfleikur var skelfing en sá seinni algjör draumur

„Þetta var yndislegt og við hefðum ekki getað gert þetta betur. Fyrri hálfleikur var skelfing en seinni hálfleikur var algjör draumur," sagði varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson. Hann kom inn á í stöðunni 1-2 fyrir Keflavík þegar 16 mínútur voru eftir, fiskaði víti sem gaf jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur.

Heimir: Mættum liði sem vildi sigurinn meira

„Við spiluðum alls ekki vel í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tap sinna manna gegn Grindvíkingum á útivelli í kvöld, 3-1. Atli Viðar Björnsson kom FH-ingum yfir snemma í fyrri hálfleik en það dugði ekki þegar yfir lauk.

Gummi Ben: Þetta gefur okkur þrjú stig og það er mikið fyrir okkur

Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, hélt greinilega rosalega ræðu í hálfleik á leik liðsins við Keflavík í kvöld. Keflavík var með öll völd á vellinum og 2-0 forustu í hálfleik en Selfoss skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur.

Chamakh ætlar að slá í gegn

Framherjinn hjá Arsenal, Marouane Chamakh, ætlar að leggja fáranlega hart að sér til þess að slá í gegn hjá liðinu.

Zlatan ekki á förum frá Barcelona

Það er enn slúðrað um það að Zlatan Ibrahimovic sé á förum frá Barcelona. Nú síðast var hann orðaður við AC Milan í dag.

Eyþór lenti í fimmta sæti

Nú síðdegis keppti Eyþór Þrastarson í úrslitum á HM fatlaðra í 400 m skriðsundi í flokki blindra (S11). Hafnaði Eyþór í 5. sæti, synti á tímanum 5:08.02 mín.

Fulham hafnaði öðru tilboði Arsenal í Mark Schwarzer

Fulham hefur hafnað öðru tilboði Arsenal í ástralska markvörðinn Mark Schwarzer samkvæmt frétt á Guardian í dag. Schwarzer hefur sjálfur lýst yfir miklum áhuga á því að gerast leikmaður hjá Arsene Wenger.

Umfjöllun: Selfyssingar buðu upp á dramatískan sigur í vígsluleiknum

Selfyssingar sýndu ótrúlegan karakter þegar þeir tryggðu sér 3-2 sigur á Keflavík í dramatískum vígsluleik á nýja Selfossgrasinu í kvöld. Keflvíkingar fóru illa með frábæra stöðu í hálfleik en það dugði þeim ekki að vera 2-0 yfir því þeir réðu ekkert við baráttuglaða heimamenn í seinni hálfleiknum.

Umfjöllun: Frábær sigur Grindavíkur gegn Íslandsmeisturunum

Grindavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum FH í 16. umferð Pepsi-deildar karla, 3-1. Leikurinn var gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið og ósigur kom ekki til greina. Grindvíkingar sýndu hins vegar að allt er hægt þegar baráttan og liðsheildin er til staðar.

Fjölskylduhátíð í tengslum við Frakkaleikinn á laugardag

KSÍ stendur fyrir fjölskylduhátíð fyrir kvennalandsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli á laugardag. Boðið verður upp á pulsur fyrir börnin, drykki í boði Vífilfells, hoppukastala, boltaþrautir, Coke fótboltahöll og ýmislegt skemmtilegt.

Hodgson gæti hvílt Gerrard í kvöld

Roy Hodgson gæti hvílt lykilmenn Liverpool á borð við Steven Gerrard í leiknum gegn Trabzonspor í Evrópudeildinni í kvöld. Stjórinn setur úrvalsdeildina í forgang.

Pedro de la Rosa aldrei betri

Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur.

Internacional vann Copa Libertadores

Internacional tryggði sér sigur í Copa Libertadores í gærkvöldi eftir sigur á Guadalajara frá Mexíkó. Keppnin er eins konar Meistaradeild Suður-Ameríku.

Komið að BBC að hæla Gylfa

Gylfi Sigurðsson hefur skorað átta mörk í síðustu átta heimaleikjum Reading. Enn einu sinni er Íslendingnum svo hrósað af stóru miðlunum á Englandi.

Squillaci á leiðinni til Arsenal?

Sebastien Squillaci er nú sterklega orðaður við Arsenal. Arsene Wenger vill bæta við sig varnarmanni fyrir lok félagaskiptagluggans og landi hans er þar einna efstur á blaði.

Johan Cruyff er í fýlu

Hinn nýi forseti Barcelona, Sandro Rosell, reyndi að sættast við Johan Cruyff á dögunum en án árangurs.

Ribery skuldar FC Bayern

Uli Höness, forseti FC Bayern, segir að Frakkinn Franck Ribery skuldi félaginu gott tímabil.

Melo til NY Knicks?

Flest bendir til þess að Carmelo Anthony sé á förum frá Denver Nuggets en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið.

Favre tekur eitt tímabil í viðbót

Ruðningsgoðsögnin Brett Favre, 40 ára, virðist ætla að spila endalaust en hann hefur nú ákveðið að spila eitt tímabil í viðbót með Minnesota Vikings.

Bremen vann öruggan sigur á Sampdoria

Werder Bremen saknaði Mesut Özil ekki mikið í kvöld er liðið rúllaði yfir ítalska liðið Sampdoria í umspili Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Kylfusveinn Tigers óttast ekki um starf sitt

Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap.

Sjá næstu 50 fréttir