Íslenski boltinn

Ólafur Örn skrifaði undir fjögurra ára samning við Grindavík

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Róbert Ragnarsson, nýráðinn bæjastjóri Grindavíkur, ásamt Ólafi Erni í gær.
Róbert Ragnarsson, nýráðinn bæjastjóri Grindavíkur, ásamt Ólafi Erni í gær. Grindavík
Ólafur Örn Bjarnason hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Grindavík. Ólafur hefur náð góðum árangri með liðið í sumar en aðeins var formsatriði að skrifa undir.

Ólafur skrifaði undir samninginn í vikunni og hélt upp á það með því að vinna FH 3-1 í gær.

Ólafur Örn tók við liðinu í erfiðri stöðu en undir hans stjórn hefur Grindavík ekki tapað leik.

Þjálfarinn hefur komið með ferska strauma í Grindavíkurliðið sem leit mjög vel út gegn Íslandsmeisturunum í gær. Liðið er nú með sextán stig í þriðja neðsta sæti og á í harðri baráttu um að halda sér frá fallsæti.

Auk þess að þjálfa liðið hefur Ólafur spilað fjóra leiki í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×