Enski boltinn

Aquilani verður lánaður frá Liverpool til Ítalíu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Ítalski miðjumaðurinn Alberto Aquilani er á leiðinni aftur til Ítalíu frá Liverpool. Þangað verður hann lánaður.

Aquilani kostaði Liverpool 17 milljónir punda en hann kom meiddur til Englands. Rafael Benítez hafði trú á að hann myndi koma sér í stand en meiðslin reyndust verri en búist var við.

Hann kom aðeins við sögu í 23 leikjum og er nú ekki í myndinni hjá Roy Hodgson. Aquilani spilaði þó nokkrum sinnum vel undir lok síðasta tímabils.

Hodgson sagði að hann hefði ekki viljað nota Aquilani í Evrópuleiknum gegn Tranzonspor í gær þar sem hann væri á förum.

Aquilani hefur verið orðaður við Napoli og Roma, sitt gamla félag, ásamt Juventus.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×