Fleiri fréttir

Manchester United kjöldró Newcastle

Manchester United gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk gegn lánlausu liði Newcastle á heimavelli sínum í dag. Liðið er þar með komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik.

Danir unnu Þjóðverja

Danir unnu í dag heimsmeistara Þjóðverja í æfingaleik í Árósum í dag, 30-26. Þýskaland hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-15.

Manuel Fernandes aftur til Everton

Everton og Valencia hafa gengið frá lánssamningi þess efnis að Manuel Fernandes leiki með fyrrnefnda liðinu út leiktíðina.

Enginn Íslendinganna með í Skotlandi

Eggert Gunnþór Jónsson og Haraldur Björnsson sátu báðir á varamannabekk Hearts sem gerði 2-2 jafntefli við Motherwell í skosku bikarkeppninni í dag.

Keflavík og Grindavík í undanúrslit

Fjórðungsúrslit Lýsingabikarkeppni kvenna hófust í dag með tveimur leikjum. Keflavík og Grindavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum.

Alex: Vil fara í undanúrslit

Alexander Petersson segir í viðtali við Vísi að hann stefni á undanúrslit á EM í Noregi með íslenska landsliðinu.

Sundsvall einnig á eftir Sverri

Sænska úrvalsdeildarliðið GIF Sundsvall hefur áhuga á að fá Sverri Garðarsson, leikmann FH, til liðs við sig.

Twente hefur áhuga á Bjarna Þór

Hollenska úrvalsdeildarliðið Twente hefur sýnt Bjarna Þór Viðarssyni mikinn áhuga og segist Bjarni sjálfur vel tilbúinn að skoða málið.

AZ staðfestir áhuga Bolton á Grétari Rafni

Marcel Brands, yfirmaður tæknimála hjá AZ Alkmaar, hefur staðfest áhuga Bolton á Grétari Rafni Steinssyni og segir enska úrvalsdeildarfélaginu frjálst að gera tilboð í hann.

Gæti spilað á EM ári eftir heilaskurðaðgerð

Árið hjá línumanninnum þýska Jens Tiedtke hefur verið viðburðarríkt. Fyrir ári gekkst hann undir heilaskurðaðgerð en svo gæti farið að hann spili með þýska landsliðinu á EM í næstu viku.

Létt hjá Svíum

Svíþjóð vann í gær auðveldan sigur á Sviss í æfingaleik í Uppsala, 35-21. Þetta var síðasti leikur Svía áður en þeir mæta Íslendingum í EM á fimmtudaginn.

Redknapp hafnaði Newcastle

Harry Redknapp verður áfram knattspyrnustjóri Portsmouth en hann útilokaði í samtali við fréttamenn í morgun að taka við Newcastle.

Handtekinn fyrir að lúskra á vini fyrrverandi

Fyrrum stórskyttan Glen Rice í NBA deildinni var handtekinn í gær eftir að hafa gengið í skrokk á manni sem hann fann inni í skáp á heimili fyrrum eiginkonu sinnar Christinu Rice.

Keflvíkingar aftur á toppinn

Keflvíkingar eru komnir aftur í toppsætið í Iceland Express deild karla eftir góðan sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld 98-95 í hnífjöfnum leik.

Miami og Atlanta endurtaka lokamínútuna

Sá sjaldgæfi atburður mun eiga sér stað í NBA deildinni í mars að tæp mínúta úr leik Miami og Atlanta frá því þann 19. desember verður leikin upp á nýtt vegna mistaka á ritaraborði í fyrri leiknum.

Shearer eða Redknapp?

Alan Shearer hefur áhuga á því að taka við Newcastle ef til hans verður formlega leitað. Þetta hefur Sky fréttastofan eftir heimildamönnum sínum sem þekkja til fyrrum fyrirliða liðsins.

Mykhaylychenko tekinn við Úkraínu

Fyrrum landsliðsmaðurinn Olexiy Mykhaylychenko var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Úkraínu í knattspyrnu og tekur hann við af Oleh Blokhin sem sagði af sér í síðasta mánuði í kjölfar þess að liðið náði ekki að tryggja sér sæti á EM.

Hrósar Adriano í hástert

Þjálfari Sao Paulo í Brasilíu er ekki í nokkrum einasta vafa um að framherjinn Adriano eigi eftir að nýtast liðinu vel á sex mánaða lánssamningi sínum frá Inter á Ítalíu.

Lyfjaherferð hafin í hafnaboltanum

Bandaríska hafnaboltadeildin MLB tilkynnti í dag að stofnuð hefði verið sérstök lyfjadeild sem ætlað verður að fara fyrir hörðu átaki gegn meintri lyfjamisnotkun í deildinni.

Gaf nafna sínum geldollu í beinni

Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson kom að venju færandi hendi þegar hann var gestur í spjallþætti nafna síns Bergmanns á Stöð 2 í kvöld. Handboltamaðurinn geðþekki gaf sjónvarpsmanninum dollu af heimatilbúnu hárgeli sem hann blandar sjálfur.

Fengu þeir að leggja rútu á vellinum?

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segir sitt handbragð smátt og smátt vera að koma í ljós á liðinu eftir að hann tók við í haust. Hans bíður nú erfitt verkefni með liðið á móti Chelsea á Stamford Bridge á morgun.

Léttur sigur hjá Norðmönnum

Noregur vann afar léttan sigur á Portúgal, 33-20, í síðari leik dagsins á Posten Cup-mótinu í Noregi í kvöld.

Ellefu milljarða Anelka

Franski framherjinn Nicolas Anelka er orðinn dýrasti knattspyrnumaður sögunnar í kjölfar þess að hann gekk í raði Chelsea í dag fyrir 1860 milljónir króna. Enginn leikmaður hefur kostað jafn háa fjárhæð samanlagt og þessi 28 ára gamli framherji.

Sven langar í tangó

Breska blaðið Sun birti í dag safaríkar fréttir af nýjasta skotmarki kvennabósans Sven-Göran Eriksson, stjóra Manchester City. Sven mun hafa fallið fyrir hinni glæsilegu Aleshu Dixon og mun ætla að dansa hana upp úr skónum.

Roman nartari

Milljarðamæringurinn Roman Abramovich hjá Chelsea nýtur nú lífsins í karabíska hafinu með kærustu sinni, fyrirsætunni Dariu Zhukovu. Paparazzi ljósmyndarar náðu mynd af eiganda Chelsea þar em hann nartar í lærið á kærustunni í sundlaug um borð í lúxussnekkju sinni.

Fredi er til í Tottenham

Framherjinn Fredi Kanoute segist vera vel til í að skoða þann möguleika að snúa aftur til Tottenham á Englandi. Kanoute hefur slegið í gegn síðan hann fór frá Englandi til Spánar en getur hugsað sér að spila aftur undir stjórn Juande Ramos.

O´Donnel heitinn heiðraður hjá Motherwell

Skoska knattspyrnufélagið Motherwell ætlar að skíra aðalstúkuna á heimavelli sínum í höfuðið á fyrrum fyrirliða sínum Phil O´Donnel sem lést úr hjartagalla í deildarleik í síðasta mánuði. Stúkan mun heita O´Donnel stúkan frá og með fyrsta leik á næsta tímabili.

Skrtel skrifar undir hjá Liverpool

Slóvakinn Martin Skrtel skrifaði í dag undir fjörurra og hálfs árs samning við Liverpool eftir að hafa verið keyptur frá rússneska félaginu Zenit í Pétursborg. Kaupverðið á hinum 23 ára gamla varnarmanns er sagt um 4,5 milljónir punda.

Hættur við að fara til Þýskalands

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal er hættur við að ganga í raðir fyrrum félaga sinna í Dortmund í Þýskalandi og ber við persónulegum ástæðum. Landsliðsþjálfari Þjóðverja segir þessa ákvörðun hans ekki útiloka að markvörðurinn fái sæti í landsliðinu þó sýnt þyki að hann muni minna fá að spila hjá enska liðinu.

Klaufalegt tap Íslands í Noregi

Ísland tapaði afar klaufalega fyrir Ungverjalandi á Posten Cup-mótinu í Noregi. Ungverjar skoruðu síðustu fimm mörk leiksins og unnu, 28-27.

Marion Jones í fangelsi

Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir meinsæri, en hún laug því að hún hefði ekki notað steralyf þrátt fyrir að annað hefði komið á daginn.

Santa Cruz bestur í desember

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Blackburn var í dag útnefndur leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þá var Arsene Wenger hjá Arsenal útnefndur þjálfari mánaðarins.

EM-vefur Vísis í loftið

Aðeins sex dagar eru í Evrópumeistaramótið í handbolta sem fram fer í Noregi og opnar Vísir í dag sérstakan EM-vef þar sem fjallað verður um mótið á ítarlegan máta.

Óttast ekki rassskellingu í Noregi

„Ég er viss um að strákarnir í B-landsliðinu munu leggja sig 100 prósent fram í Noregi,“ sagði Patrekur Jóhannesson sem er nú staddur í Noregi með liðinu.

Tvísýnt með Sverre og Garcia

Einar Þorvarðarson segir það enn óljóst hvort að Sverre Andreas Jakobsson og Jaliesky Garcia verði orðnir leikfærir þegar íslenska landsliðið mætir Tékkum á sunnudag.

Kevin Blackwell hættir hjá Luton

Stjórn enska C-deildarliðsins Luton hefur ákveðið að Kevin Blackwell hætti sem knattspyrnustjóri liðsins í næsta mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir