Enski boltinn

Fredi er til í Tottenham

Kanoute er metinn á 17 milljónir punda
Kanoute er metinn á 17 milljónir punda NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Fredi Kanoute segist vera vel til í að skoða þann möguleika að snúa aftur til Tottenham á Englandi. Kanoute hefur slegið í gegn síðan hann fór frá Englandi til Spánar en getur hugsað sér að spila aftur undir stjórn Juande Ramos.

"Ég væri alveg til í að spila aftur í úrvalsdeildinni einn daginn - því ekki það? Ég kunni vel við mig á Englandi og ef ég fengi tækifæri til að fara þangað aftur, væri ég alveg til í að skoða það ef tilboðið væri gott," sagði Kanoute, sem sprakk út undir stjórn Ramos þegar hann var með Sevilla.

Kanoute lék í tvö ár með Tottenham þar sem hann skoraði 21 mark, en þótti frekar óstöðugur og sveiflaðist milli þess að vera frábær og skelfilegur með liðinu.

"Ég held ég sé orðinn betri leikmaður í dag en ég var þá, en ég get enn bætt mig," sagði hinn þrítugi Malímaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×