Enski boltinn

Jóhannes Karl lék í sigurleik Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley í dag sem vann sinn fyrsta heimasigur í síðustu tíu tilraunum.

Burnley vann 1-0 sigur og lék Jóhannes Karl með sínum mönnum allt þar til honum var skipt af velli á lokamínútu leiksins.

Robbie Blake skoraði sigurmark Burnley á 65. mínútu leiksins en Jóhannes Karl fékk gott færi í fyrri hálfleik sem honum tókst ekki að nota.

Burnley er í ellefta sæti ensku B-deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Bristol City.

Bristol City gerði að vísu jafntefli í dag við Colchester á heimavelli, 1-1. Watford mistókst að komast á toppinn en liðið tapaði fyrir Preston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×