Enski boltinn

Fengu þeir að leggja rútu á vellinum?

Ramos sló á létta strengi fyrir leikinn á Stamford Bridge á morgun
Ramos sló á létta strengi fyrir leikinn á Stamford Bridge á morgun NordicPhotos/GettyImages

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segir sitt handbragð smátt og smátt vera að koma í ljós á liðinu eftir að hann tók við í haust. Hans bíður nú erfitt verkefni með liðið á móti Chelsea á Stamford Bridge á morgun.

"Leikmennirnir eru nú smátt og smátt að skilja hvað ég vil að þeir geri á vellinum og við erum að uppskera skárri úrslit. Þau eru líka í takt við spilamennskuna það sem komið er," sagði Ramos.

"Það er spennandi tími framundan hjá liðinu, ekki síst undanúrslitin í deildarbikarnum. Ef við náum góðum úrslitum, er ég ánægður," sagði Ramos. Hann segist ekki ætla að beita jafn stífum varnarleik á Stamford Bridge og forveri hans Martin Jol í fyrra - en þá sakaði þáverandi stjóri Chelsea, Jose Mourinho, Tottenham um að hafa "lagt liðsrútunni fyrir framan mark sitt" í leiknum.

"Hvernig komu þeir rútu inn á völlinn? Má það?" sagði Ramos glettinn, en skipti svo yfir í alvöruna. "Sérhver þjálfari hefur sínar eigin hugmyndir um að ná árangri og ég byggi svona leiki á því hverjir mótherjarnir eru hverju sinni," sagði Ramos, sem hefur í hyggju að byggja upp sterkt og taktískt lið á White Hart Lane - sem þó geti skemmt áhorfendum eins og Sevilla gerði undir hans stjórn á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×