Fótbolti

Worthington áfram með landslið Norður-Íra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Írlands.
Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Írlands. Nordic Photos / AFP

Nigel Worthington hefur samþykkt að halda áfram sem landsliðsþjálfari Norður-Íra næstu tvö árin.

Búist er við að nýr samningur verði undirritaður í næstu viku en samkvæmt honum verður Worthington þjálfari landsliðs Norður-Íra til loka undankeppni HM 2010.

„Ég er ánægður með þetta," sagði Worthington. „Með smá heppni og nokkrum góðum úrslitum gæti ég jafnvel verið lengur með liðið. Peningarnir skipta engu máli og verð ég talsvert lægri í launum en Fabio Capello."

Worthington tók við starfinu eftir að Lawrie Sanchez hætti um miðja síðustu undankeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×