Fótbolti

AZ staðfestir áhuga Bolton á Grétari Rafni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Grétar Rafn Steinsson í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Marcel Brands, yfirmaður tæknimála hjá AZ Alkmaar, hefur staðfest áhuga Bolton á Grétari Rafni Steinssyni og segir enska úrvalsdeildarfélaginu frjálst að gera tilboð í hann.

Brands sagði í samtali við Noordhollands Dagblad að félagið myndi taka óskir Grétars til greina.

„Ég hef verið í sambandi við umboðsmann Grétars sem sagði okkur frá áhuga Bolton. Ég sagði að félagið mætti senda inn skriflegt tilboð."

Middlesbrough og Newcastle sýndu Grétari Rafni mikinn áhuga í sumar en samkvæmt fyrrgreindu blaði fór AZ fram á sex milljónir evra, um 560 milljónir króna, fyrir Grétar Rafn.

Grétar Rafn er mikilvægur hlekkur í lið AZ og fastamaður í byrjunarliði Louis van Gaal. Hann er þar að auki varafyrirliði liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×