Handbolti

Létt hjá Svíum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonas Larholm skoraði sjö mörk fyrir Svía.
Jonas Larholm skoraði sjö mörk fyrir Svía. Nordic Photos / Bongarts

Svíþjóð vann í gær auðveldan sigur á Sviss í æfingaleik í Uppsala, 35-21. Þetta var síðasti leikur Svía áður en þeir mæta Íslendingum í EM á fimmtudaginn.

Svíar voru með sjö marka forystu í hálfleik, 16-9. Sterkur varnarleikur og góð markvarsla þeirra Tomas Svensson og Dan Beutler gerði það að verkum að Sviss átti aldrei möguleika í leiknum.

Ingimar Linnéll, þjálfari Svía, var vitanlega ánægður með úrslitinn.

„Sviss náði ekki að sýna mikla mótspyrnu í kvöld en engu að síður var sigurinn mikilvægur upp á sjálfstraustið að gera. Við getum tekið þó nokkuð jákvætt með okkur úr þessum leik, sérstaklega var varnarleikurinn betri en í gær," sagði hann en liðin mættust einnig á fimmtudagskvöldið. Svíþjóð vann þá sjö marka sigur, 33-26.

Jonas Larholm, leikmaður Barcelona, var markahæstur Svía með sjö mörk og André Scmid skoraði sex fyrir Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×