Handbolti

Léttur sigur hjá Norðmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Håvard Tvedten og Glenn Solberg, leikmenn norska landsliðsins.
Håvard Tvedten og Glenn Solberg, leikmenn norska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images

Noregur vann afar léttan sigur á Portúgal, 33-20, í síðari leik dagsins á Posten Cup-mótinu í Noregi í kvöld.

Norðmenn náðu snemma undirtökunum í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 16-9 og niðurstaðan sem fyrr segir þrettán marka sigur.

Fyrr í dag vann Ungverjaland sigur á B-liði Íslands, 28-27, með því að skora síðustu fimm mörk leiksins.

Engu að síður sannarlega frábær úrslit hjá liðinu sem hefur aldrei spilað saman áður og aðeins æft nokkrum sinnum.

Steffen Stormo Stegavik var markahæstur Norðmanna með átta mörk og Håvard Tvedten kom næstur með sjö mörk.

Ísland mætir Portúgal á morgun og miðað við úrslit dagsins ætti íslenska liðið að eiga góðan möguleika á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×