Enski boltinn

Twente hefur áhuga á Bjarna Þór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður Everton.
Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður Everton. Nordic Photos / Getty Images

Hollenska úrvalsdeildarliðið Twente hefur sýnt Bjarna Þór Viðarssyni mikinn áhuga og segist Bjarni sjálfur vel tilbúinn að skoða málið.

Bjarni er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton en hefur fá tækifæri fengið og segir hann í samtali við Vísi að hann vilji fá að spila meira.

„Þeir skilja mína afstöðu mjög vel," sagði Bjarni. „Það hefur líka komið til greina að lána mig til annars liðs en enn sem komið hefur ekkert gerst í þeim málum."

„Það eru nokkur lið sem hafa sýnt mér áhuga, til að mynda Twente. En ég veit ekki hvað gerist. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum.

En hefði hann áhuga á að ganga til liðs við Twente?

„Já, ég væri til í að skoða það mjög vel. Þetta er lið sem er í fjórða sæti hollensku úrvalsdeildarinnar og því greinilega mjög gott."

Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er einnig á mála hjá Twente en hann er nú í láni hjá öðru úrvalsdeildarliði, De Graafschap, þar sem hann fékk afar fá tækifæri með Twente á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×