Fótbolti

Enginn Íslendinganna með í Skotlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/E. Stefán

Eggert Gunnþór Jónsson og Haraldur Björnsson sátu báðir á varamannabekk Hearts sem gerði 2-2 jafntefli við Motherwell í skosku bikarkeppninni í dag.

Hearts komst snemma í 2-0 forystu en leikmenn Motherwell tókst að jafna metin áður en leiknum lauk.

Þetta var fyrsti leikur Motherwell síðan að fyrirliði liðsins, Phil O'Donnell, lést úr hjartabilun.

Celtic vann 3-0 sigur á Stirling Albion í dag, 3-0. Theódór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×