Handbolti

Landsliðsþjálfari Noregs ósáttur við HSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Petterson er ekki ánægður með HSÍ.
Gunnar Petterson er ekki ánægður með HSÍ. Nordic Photos / Bongarts

Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs, er allt annað en sáttur við að HSÍ hafi sent B-landslið Íslands til þátttöku á æfingamóti í Noregi um helgina.

„Þetta er í þriðja skiptið sem þetta gerist. Bæði Pólverjar og Rússar hafa gert þetta áður. Mér finnst þetta vera virðingarleysi,“ sagði Pettersen.

Norðmenn mæta Íslendingum í lokaleik sínum fyrir Evrópumeistaramótið á sunnudaginn kemur og er Pettersen mjög ósáttur við að það verði gegn B-liði Íslands.

Ungverjar og Portúgalar eru þó með sín sterkustu lið á mótinu sem hefst núna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×