Handbolti

Gaf nafna sínum geldollu í beinni

Logi Geirsson er mikill fjörkálfur
Logi Geirsson er mikill fjörkálfur NordicPhotos/GettyImages

Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson kom að venju færandi hendi þegar hann var gestur í spjallþætti nafna síns Bergmanns á Stöð 2 í kvöld. Handboltamaðurinn geðþekki gaf sjónvarpsmanninum dollu af heimatilbúnu hárgeli sem hann blandar sjálfur.

Dollan var hinn glæsilegasti gripur og hafði handboltamaðurinn látið grafa upphafsstafi sjónvarpsmannsins á lokið. 

Logi Geirsson er ekki þekktur fyrir neina meðalmennsku þegar kemur að hárgreiðslunni og er líka liðtækur tónlistarmaður. Hann undirstrikaði það í þættinum í kvöld þegar hann tók lagið með Simma og Jóa.

Logi verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á sunnudaginn þegar það mætir Tékkum í fyrri æfingaleik þjóðanna.

Síðari leikurinn verður á mánudaginn og svo fer liðið til Noregs á EM sem hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×