Enski boltinn

Santa Cruz bestur í desember

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Blackburn var í dag útnefndur leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þá var Arsene Wenger hjá Arsenal útnefndur þjálfari mánaðarins.

Santa Cruz, sem kemur frá Paragvæ, skoraði sex mörk í sex leikjum fyrir Blackburn í desember, þar á meðal þrennu í 5-3 sigri liðsins á Wigan. Hinn 26 ára gamli framherji hefur skorað 10 deildarmörk fyrir Blackburn og er fyrsti leikmaður Blackburn til að vera kjörinn leikmaður mánaðarins síðan framherjinn Chris Sutton afrekaði það fyrir áratug.

Arsene Wenger stýrði Arsenal á toppinn í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið hefur aðeins tapað einum leik í allan vetur. Wenger hlaut nafnbótina í tíunda sinn á ferlinum og var einnig kosinn þjálfari mánaðarins í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×