Enski boltinn

Kevin Blackwell hættir hjá Luton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Blackwell, stjóri Luton.
Kevin Blackwell, stjóri Luton. Nordic Photos / Getty Images

Stjórn enska C-deildarliðsins Luton hefur ákveðið að Kevin Blackwell hætti sem knattspyrnustjóri liðsins í næsta mánuði.

Félagið var sett í greiðslustöðvun í nóvember síðastliðnum og hefur neyðst til að selja marga af sínum bestu leikmönnum.

Á föstudaginn var það tilkynnt að fimm leikmenn færu frá félaginu og þá hafa borist tilboð í þrjá til viðbótar.

Blackwell lætur af störfum eftir leik Luton og Bournemouth þann 9. febrúar næstkomandi.

Luton mætir Liverpool í síðari leik liðanna í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×