Handbolti

Enn hægt að fá ódýrari EM-pakkann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Enn er hægt að kaupa aðgang að útsendingum af öllum leikjunum á EM í handbolta fyrir tæpar 1.900 krónur.

Hægt verður að horfa á alla leikina á EM í handbolta í Noregi í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins og má kaupa þá þjónustu hér.

Þá má líka kaupa svokallaðan „liðspassa" þar sem í boði er að horfa á alla leiki einhvers ákveðins liðs, til að mynda Íslands. Sú þjónusta kostar um 930 krónur.

Þessi þjónusta gæti komið sér sérstaklega vel fyrir Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Rúv mun sýna leiki íslenska liðsins beint á netinu en útsendingin verður ekki aðgengileg erlendis frá.

Eftir 14. janúar hækkar verðið á þjónustunni. Heildarpakkinn kostar þá 2.700 krónur og liðspassinn 1.400 krónur.

Hægt er að greiða með greiðslukorti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×