Fleiri fréttir

Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs

Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs.

Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong

Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins.

Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna

Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára.

Verkfallsaðgerðum á Heathrow frestað

Verkfalli starfsmanna Heathrow flugvallar í Lundúnum sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað. Um 2500 starfsmenn vallarins höfðu samþykkt að leggja niður störf á morgun og þriðjudag til að knýja fram launahækkun.

R. Kelly hafnar ásökunum um mansal og barnaníð

Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York.

Hagvaxtarspár lækka vegna óvissu um Brexit

Englandsbanki hefur lækkað hagvaxtarspár sínar vegna vaxandi óvissu um Brexit. Gerir bankinn nú ráð fyrir 1,3 prósenta hagvexti í ár í stað 1,5 prósenta vaxtar og að vöxturinn á næsta ári verði 1,3 prósent í stað 1,6 prósenta.

Lögreglan setur bann við búrkum ekki í forgang

Holland er nú í hópi fjölda annarra landa í Evrópu þar sem umdeilt bann við búrkum tók gildi í gær. Lögreglan setur bannið ekki í forgang og segir það valda lögreglumönnum óþægindum. Starfsmenn almenningssamgangna framfylgja ekki ban

Féll úr flugvél

Hin nítján ára gamla Alana Cutland, frá Milton Keynes í Bretlandi, lést eftir að hún féll úr flugvél á leið frá Madagaskar í vikunni.

Trump teflir djarft í tollastríði

Trump var ekki sáttur þegar bandaríska sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og sakar forseta Kína um að ganga á bak orða sinna.

Sjá næstu 50 fréttir