Lögreglan setur bann við búrkum ekki í forgang Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Svokallað "búrkubann“ eða bann við klæðum sem hylja andlit fólks tók gildi í Hollandi í gær. Nordicphotos/Getty Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi. Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira