

Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg.
Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins.
Chris Kraft kom á fót leiðangursstjórn fyrir mannaðar geimferðir Bandaríkjamanna og stýrði fyrstu geimferð þeirra árið 1961.
Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt.
Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans.
Trump fullyrti að hann gæti unnið stríðið í Afganistan með því að má landið af yfirborði jarðar. Hann vildi þó ekki drepa tíu milljónir manna.
Samkomulag repúblikana og demókrata ætti að bægja frá hættunni á annarri lokun alríkisstofnana eins og varð í vetur.
Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja.
Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt.
Bandarísk yfirvöld hafa kynnt nýjar reglur um brottvísun flóttafólks sem myndi gera löggæslumönnum kleift að senda fólk úr landi tafarlaust án þess að dómari þurfi að fara yfir málið.
Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands.
Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný.
Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar.
Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút.
Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir.
Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu þrátt fyrir lög sem kveða á um að slíkt sé ekki leyfilegt.
Sánchez fær tvö tækifæri í vikunni til þess að tryggja sér meirihlutann í neðri deild spænska þingsins en hann hefur enn sem komið er enga tryggingu fyrir því að umboðið fáist.
Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum.
Fimmtíu og tveir voru í áhöfn kafbátsins Minerve sem hvarf nærri höfn Toulon á suðurströnd Frakklands í janúar árið 1968.
Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður.
Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir.
Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.
Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum.
Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld.
Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag.
Trump vakti mikla reiði fyrir viku síðan þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að "fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum.
Markmið flokksins var að ná samtals 85 sæta meirihluta í efri deildinni, þar sem slíkur meirihluti myndi gera Abe betur kleift að ná fram tillögum sínum um stjórnarskrárúrbætur. Allt bendir til þess að það markmið muni ekki nást.
Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu.
Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni.
Flokkur forsetans, sem er nefndur Servant of the People eða Þjónn fólksins eftir vinsælum sjónvarpsþætti sem forsetinn lék í, er spáð meirihluta á þinginu.
Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu.
Skógareldar brutust út á þremur stöðum í Castelo Branco héraðinu í Portúgal í gær. Í kring um þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við það að reyna að slökkva þá en níu manns hafa slasast vegna þeirra.
Varað hafði verið við aukinni hættu á hryðjuverkum sem beindust að flugferðum í Egyptalandi.
Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk.
Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með.
Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma.
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands segjast ekki geta starfað með Johnson geri hann kröfu um að þeir styðji útgöngu án samnings í haust.
Sjálfsmorðsárásin kom beint í kjölfar skotárásar á lögreglumenn í borginni Dera Ismail Khan. Sprengjan sprakk þegar komið var með fórnarlömb skotárásarinnar á sjúkrahúsið.
Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag.
Zelenskíj forseti lofaði að uppræta spillingu og sækist eftir sterkara umboði í skyndikosningum sem hann boðaði til.
Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag.
Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969.
Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“
Fórnarlömbin voru mörg hver í haldi í fangabúðum nálægt bænum Prijedor á meðan stríðið gekk yfir.
Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins.