Fleiri fréttir

Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla

Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur.

Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu

Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar.

Danir ganga að kjörborðinu

Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld.

Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni

Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu.

Fjölmennustu mótmæli í Prag eftir fall kommúnismans

Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu.

Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli.

Nítján ára fangelsi fyrir að kasta barni niður tvær hæðir

Emmanuel Aranda, 24 ára gamall bandarískur maður, hefur verið dæmdur í 19 ára fangelsi eftir að hann játaði að hafa kastað fimm ára gömlum dreng fram af svölum á þriðju hæð í verslunarmiðstöðinni Mall of America í Minnesota í Bandaríkjunum.

Snæðir kvöldverð með drottningunni

Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag.

Dæmdur fyrir að gefa heimilislausum manni kex fyllt tannkremi

YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur.

Fundu lík fimm fjall­göngu­manna í Himalaja

Flugmenn í indverska hernum hafa fundið lík fimm fjallgöngumanna í fjöllum Himalaja. Talið er að hin látnu úr hópi átta göngumanna sem hefur verið leitað í rúma viku.

Enn einn leiðtogi UKIP hættur

Gerard Batten, fyrrverandi Evrópuþingmaður, hefur látið af embætti sem leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP.

Yfirburðir Modis raktir til þjóðernishyggju

Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi.

Trump full alvara með toll á Mexíkó

Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að hugmyndir Donalds Trump um tolla á innfluttar vörur frá Mexíkó fúlustu alvöru.

Víetnam talið líklegasta skotmark kínverska hersins

Nauðsynlegt er að fylgjast náið með samskiptum Kína og Víetnam í náinni framtíð. Kínverski herinn talinn hafa augastað á stríði við grannríkið til þess að öðlast reynslu sem hann telur sig þurfa á að halda.

Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag

Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi.

Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla

Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa.

Sjá næstu 50 fréttir