Víetnam talið líklegasta skotmark kínverska hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:00 Xi Jinping hefur lofað því að herinn verði í heimsklassa. Nordicphotos/AFP Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið. Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira