Víetnam talið líklegasta skotmark kínverska hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:00 Xi Jinping hefur lofað því að herinn verði í heimsklassa. Nordicphotos/AFP Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið. Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent