Fleiri fréttir

Vetrarhörkur í Kanada

Að minnsta kosti ellefu hafa látið lífið í miklum vetrarhörkum í Norður Ameríku.

Kettirnir fyrst tamdir í Kína

Forfeður nútíma húskatta voru fyrst tamdir af kínverskum kornbændum fyrir um 5.300 árum síðan, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var á fornum beinum.

Fátt um ferðamenn í Betlehem

Kristnum íbúum bæjarins Betlehem hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu árum og ferðamenn tregir til að koma.

Gervihjarta grætt í mann

Franskt fyrirtæki hefur grætt fyrsta gervihjartanu svo vitað sé í líkama manns. Gervihjartað er hannað til að virka með sama hætti og hjarta mannslíkamans og á gervihjartað að endast í fimm ár.

25 ár frá slysinu í Lockerbie

25 ár er liðin frá því að farþegaþota var sprengd í loft upp yfir bænum Lockerbie í Skotlandi með þeim afleiðingum að 270 létust.

Hákarlar nálgast fólk aftanfrá

Rannsókn á hegðun hákarla í kringum menn sýnir að þeir kjósa helst að nálgast manneskjur aftanfrá, og virðast í það minnsta sumir hákarlar átta sig á því hvernig fólk snýr þó það sé grafkyrrt á hafsbotni.

Óttast þjóðernishreinsanir í Suður-Súdan

Nýjasta þjóðríki heims gæti liðast í sundur í harðvítugum átökum stærstu ættbálka landsins. Á sjötta hundrað eru sagðir hafa fallið í átökum síðustu vikuna.

Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda

Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Hver sá sem ekki tilkynnir samkynhneigða einstaklinga til lögreglu gæti einnig farið í fangelsi.

Klessti á kýr á fleygiferð

Ung kona frá Bandaríkjunum var á mikill ferð á löngu hjólabretti þegar hún lenti í árekstri við kýr sem hlupu fyrir hana.

Khodorkovsky látinn laus

Vladimír Pútín Rússlandsforseti náðaði í morgun auðkýfinginn fyrrverandi, Mikhail Khodorkovsky sem setið hefur í fangelsi síðustu ár. Forsetinn náðaði hann á grundvelli mannúðar en Khodorkovsky var fangelsaður fyrir skattsvik og þjófnað fyrir áratug síðan.

O'Neal fær að halda Warhol myndinni af Fawcett

Leikarinn Ryan O'Neal fær að halda málverki sem verið hefur í fórum hans síðustu ár og málað var af Andy Warhol. Kviðdómur í Los Angeles komst að þessari niðurstöðu í gærkvöldi en málverkið er af Förruh Fawcett, fyrrverandi konu O'Neal. Fawcett, sem á sínum tíma var ein helsta kynbomba heimsins og fræg fyrir hlutverk sitt í Charlies Angels sjónvarpsþáttunum, og lést fyrir nokkru.

Stálu milljónum kreditkortanúmera hjá Target

Kreditkortaupplýsingum um fjörutíu milljóna viðskiptavina stórverslanakeðjunnar Target í Bandaríkjunum virðist hafa verið stolið eftir að þeir notuðu kort sín í búðunum.

Suður Súdan á barmi borgarastyrjaldar

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Suður - Súdan rambi nú á barmi borgarastríðs. Átök sem hófust á milli stríðandi fylkinga innan hersins í höfuðborginni Juba í byrjun vikunnar hafa nú breiðst út um landið.

Túlkur lagður inn á geðsjúkrahús

Táknmálstúlkurinn Thamsanqa Jantjie, sem vakti heimsathygli á minningarathöfn um Nelsons Mandela fyrir undarlega tilburði sína, hefur verið lagður inn á geðsjúkrahús.

Putin ætlar að náða fyrrverandi olíubarón

Vladimir Putin, forseti Rússlands ætlar að náða Mikhail Khodorkovsky. Sagðist hann hafa fengið beiðni frá fanganum um náðun á grundvelli mannréttinda, því móðir hans væri veik.

Blaðamenn hleruðu talhólf prinsanna

Talhólf prinsanna Harry og Vilhjálms voru hleruð af blaðamönnum News of the World, þetta kom fram í réttarhöldum vegna hlerana blaðsins í dag.

Fjórða bókin um stúlkuna með drekatattúið

Aðdáendur Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist hafa tilefni til að gleðjast því nú er orðið ljóst að gefin verður út fjórða bókin í seríunni um stúlkuna með drekatattúið.

Samningurinn tryggi stöðugleika

Mikil ánægja er á meðal leiðtoga í Úkraínu um fjárhagsaðstoð Rússa og segja þeir hana tryggja fjárhagslegan stöðugleika í landinu.

Geta brotist inn í tölvukerfi bíla á ferð

Hægt er að stýra bílum þráðlaust, aftengja bremsur eða drepa á vélum bíla með því að brjótast inn í tölvukerfi þeirra. Augljóst að hægt er að nota þetta til að drepa fólk segir sérfræðingur. Tæknin er enn sem komið er bara á færi sérfræðinga.

Pussy Riot frjálsar á morgun

Þjóðþingið í Rússlandi hefur samþykkt lög Vladimír Pútíns Rússlandsforseta um að náðanir fanga í Rússlandi.

Sjá næstu 50 fréttir