Erlent

Fjórða bókin um stúlkuna með drekatattúið

Elimar Hauksson skrifar
Noomi Rapace og Michael Nyqvist fóru með hlutverk Salander og Blomkvist í myndunum sem byggðu á skáldsögum Larsson.
Noomi Rapace og Michael Nyqvist fóru með hlutverk Salander og Blomkvist í myndunum sem byggðu á skáldsögum Larsson.
Aðdáendur Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist hafa tilefni til að gleðjast því nú er orðið ljóst að gefin verður út fjórða bókin í seríunni um stúlkuna með drekatattúið. Frá þessu greinir á vef Huffington Post.

Rithöfundurinn David Lagercrantz mun taka við pennanum af Stieg Larsson heitnum, sem lést þegar hann fékk hjartaáfall árið 2004 áður en hann gat klárað fjórðu bókina, þá fimmtíu ára gamall.

Aðdáendur Larsson urðu fyrir talsverðum vonbrigðum þegar kærasta hans tilkynnti fjölmiðlum að rithöfundurinn hefði ekki skrifað nóg efni til að gefa út fjórðu bókina í seríunni og hún myndi því ekki opinbera það efni sem Larsson hafði skrifað áður en hann lést. Fjórða bókin mun því verða sjálfstætt framhald af fyrri bókunum en áætlað að hún komi út í ágúst árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×