Fleiri fréttir

Páfar hittust í Vatíkaninu

Benedikt páfi emeritus sneri aftur í Vatíkanið í dag, tveimur mánuðum eftir að hann sagði af sér embætti páfa. Honum var flogið í Vatíkanið með þyrlu, en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu. Þrátt fyrir að hafa látið af embætti páfa mun hann búa í Vatíkaninu til frambúðar, að því er segir á fréttavef BBC.

Best að stunda kynlíf inni á baði

Einn af hverjum fimm Þjóðverjum segir að best sé að stunda kynlíf inni á baðherbergi. Þetta eru niðurstöður óformlegrar könnunar sem stjórnendur sjónvarpsþáttar gerðu í landinu á dögunum.

Blindum vinum vísað úr flugi

Flugfélagið Thomson í Bretlandi vísaði tveimur blindum vinum úr flugi vegna þess að þeir gátu ekki farið eftir öryggisreglum félaganna. Vinirnir tveir, sem heita Lauren Wigglesworth og Stephen Sherwood ætluðu að fljúga til Mallorca. Áður en flugið fór í loftið óskuðu þeir eftir hjálp við að setja björgunarvesti á sig en þá var þeim sagt að þau gætu ekki fengið far hjá flugfélaginu.

Bandaríkjamaður dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu í Norður Kóreu

Bandarískur ríkisborgari hefur verið dæmdur til 15 ára þrælkunarvinnu í Norður Kóreu. Maðurinn var dæmdur fyrir glæpi gegn stjórnvöldum þar í landi og er málið talið tengjast mikilli spennu sem ríkir í samskiptum Norður Kóreu við Bandaríkin og Suður Kóreu.

Birtist aftur eftir 11 ár

Brenda Heist, 54 ára gömu kona, sem hvarf í Pennsylvaníu fyrir ellefu árum síðan birtist allt í einu í Flórída fyrir síðust helgi. Hennar nánustu vinir og ættingjar töldu allir að hún væri fallin frá. Brenda leit reyndar skelfilega út þegar hún birtist að nýju. Þegar hún gaf sig fram á föstudaginn sagði hún að hún hefði grun um að hún væri eftirlýst í annarri sýslu. Talið er að ástæðan fyrir því að Heist hvarf hafi verið streita vegna skilnaðar við eiginmann sinn.

Fékk hiksta í beinni

Veðurfréttamaðurinn David Paul á sjónvarpsstöðinni KHOU í Houston í Bandaríkjunum lenti í frekar óþægilegri stöðu á dögunum þegar hann fór yfir veðurspána.

Kris Kross rappari lést langt fyrir aldur fram

Tónlistarmaðurinn Chris Kelly fannst látinn á heimili sínu í Atlanta í Bandaríkjunum í gærdag. Margir Íslendingar muna helst eftir Chris þegar hann var í rappsveitinni Kris kross ásamt félaga sínum Chris Smith.

Ráðist gegn Bandidos

Danska lögreglan réðst til atlögu gegn klúbbhúsi Bandídós-vélhjólaklíkunnar í morgun.

Lögðu sér lík til munns í hungursneyð

Beinafundur við Jamestown í Virginíu í Bandaríkjunum er talinn sönnun þess að breskir landnemar neyddust til að leggja sér mannakjöt til munns í mikilli hungursneyð veturinn 1609 til 1610.

Gægjubræður fá makleg málagjöld

Ekki fór vel fyrir tveimur bræðrum þegar þeir reyndu að svala gægjufíkn sinni, en þeir hrundu niður um loft á kvennaklósetti þar sem þeir voru búnir að koma sér fyrir.

Efnavopn í Sýrlandi

Menn spyrja sig hvort Obama Bandaríkjaforseti grípi inn í gang mála í Sýrlandi.

Þrír menn handteknir vegna hryðjuverkanna í Boston

Lögreglan í Boston hefur handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásinni í Boston maraþoninu þann 15. apríl síðastliðinn. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um hina handteknu, en lögreglan segir þó að engin almannaógn steðji að.

Talið að 400 hafi farist í Bangladesh

Nú er talið að 400 manns hafi farist þegar bygging hrundi í Daka, höfuðborg Bangladesh á miðvikudag í síðustu viku. Tala látinna heldur áfram að hækka. Enn er 149 manns saknað. Hiti er í íbúum höfuðborgarinnar sem komu saman úti á götum í dag, í tilefni verkalýðsins, Byggingin hýsti verksmiðju og krefst almenningur þess að eigendur verksmiðjunnar verði látnir svara til saka. Sumir krefjast þess jafnvel að þeir verði hengdir.

Baulað á Thorning-Schmidt

Baulað var á Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hún hugðist halda ræðu í Árósum í dag, í tilefni af 1. maí. Að minnsta kosti einn maður var handtekinn fyrir að sprauta vatni á forsætisráðherra, að því er fram kemur á vef Jyllands-Posten. Svo mikil varð truflunin að forsætisráðherran gat varla komið upp orði. Hún hóf þó upp raust sína á endanum og hélt ræðuna. Hún endaði hana á því að óska þeim sem væru komnir til að hlusta og eiga rökræður gleðilegs verkalýðsdags.

Sviptur kjörgengi ævilangt

Pervez Musharraf, fyrrverandi leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Pakistan, er ekki lengur kjörgengur í landinu. Þetta er niðurstaða dómstóla og gildir til frambúðar, en hann hafði hugað á endurkomu í stjórnmálin.

Obama vill loka Guantanamo

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, telur nauðsynlegt að sannfæra fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að loka fangabúðunum í Guantanamo Bay. Hann segir að fangabúðirnar séu til þess fallnar að sannfæra öfgamenn í andúð sinni gegn Bandaríkjunum og að þær ógni öryggi Bandaríkjanna.

Efnavopnum hugsanlega beitt í Sýrlandi

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir vísbendingar um að efnavopnum hafi verið beitt í Sýrlandi. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Á blaðamannafundinum ræddi Obama líka um rannsóknina á hryðjuverkunum í Boston og stöðu ríkisfjármála í Bandaríkjunum.

Ótrúleg heppni íþróttafréttakonu

Það er óhætt að segja að íþróttafréttakonan Kelly Nash hafi sloppið með skrekkinn á dögunum þegar hún fékk næstum því hafnarbolta í höfuðið.

Ekkjan grunuð um græsku

FBI gerði húsleit á Rhode Island þar sem fjölskylda ekkju Tamerlain Tsarnaev býr og hafði þaðan með sér poka sem innihéldu DNA-erfðaefni.

Meinað að svipta sig lífi

Fötluð kona má ekki, samkvæmt úrskurði hæstarétts á Írlandi, svipta sig lífi með hjálp vinar síns.

Sprenging skekur Prag

Gríðarlega öflug sprengja sprakk í miðborg Prag, höfuðborg Tékklands, í morgun.

Eigandi byggingarinnar í Dhaka gripinn

Leit í rústum byggingarinnar sem hrundi í Bangladesh á miðvikudag stendur enn yfir en vonir um að þar finnist nokkur á lífi hafa dvínað mjög.

Egg fílafugls fer fyrir metfé

Steingervingur eggs fílafugls seldist á uppboði hjá Christie´s í vikunni sem leið á 11 milljónir króna.

Skotar fela tóbakið

Hliðstætt bann og hér ríkir og hefur gert lengi, er varðar að tóbak skuli haft bak við tjöld og í lokuðum skápum en ekki til sýnis í verslunum, hefur nú tekið gildi í Skotlandi.

Tsarnaev fluttur í fangelsi

Óánægja með að Dzhokhar Tsarnaev, annar bræðranna sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjutilræðunum í Boston, skyldi dveljast á sama sjúkrahúsi og mörg fórnarlamba árásanna.

Hóta árásum á herstöðvar

Talíbanar í Afganistan hafa heitið því að hefja á næstunni fjölmargar árásir á erlendar herstöðvar og svæði þar sem erlendir erindrekar halda sig á í landinu. Þetta tilkynnti talsmaður þeirra með tölvupósti í dag.

Fundu hluta af lendingarbúnað þotu sem flaug á tvíburaturnana

Lögreglan í New York fann hluta úr lendingabúnaði Boeing-þotu á miðvikudaginn sem flaug á tvíburaturnana árið 2001 á Ground Zero-svæðinu svokallaða. Svæðið hefur verið afgirt og flokkað sem glæpavettvangur en samkvæmt fréttavef BBC er hægt að sjá auðkennismerki þotunnar á búnaðinum.

Derrick var í SS-Panzer hersveitinni Totenkopf

Hinn heimsþekkti þýski leikari Horst Tappert, betur þekktur sem Derrick, var meðlimur í Waffen-SS í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig er vitað að hann gekk í SS-Panzer hersveitina Totenkopf, sem tilheyrði Waffen-SS, þegar sú hersveit átti í blóðugum bardögum í norðurhluta Úkraníu árið 1943.

Fluttur í fangelsi

Dzhokhar Tsarnaev, sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjutilræðinu í Boston í síðustu viku, var í nótt fluttur af sjúkrahúsi í Fort Devens fangelsið í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Eineltið hefst heima

Nýleg rannsókn sýnir að ofvernduð börn eru miklu líklegri fórnarlömb eineltis í skóla en önnur; ef undan eru skilin þau sem sæta harðæði heima fyrir.

Obama afglæpavæðir fíknisýkina

Ríkisstjórn Obama hefur kynnt stefnubreytingu í fíkniefnamálum sem er í þá átt að reyna að afglæpavæða fíkn og fíkniefnaneyslu.

Ofurgreindur gutti

Gus Dorman, fimm ára, er kominn í Mensa-klúbbinn enda mælist hann með greindarvísitölu upp á 147 stig.

Sjá næstu 50 fréttir