Erlent

Ofurgreindur gutti

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Dorman-fjölskyldan, en hinn fimm ára gamli Gus hefur helst áhuga á stjarneðlisfræði.
Dorman-fjölskyldan, en hinn fimm ára gamli Gus hefur helst áhuga á stjarneðlisfræði.
Flestir foreldrar eru á því að börn sín séu alveg frábær og eldklár en þegar Róbert Dorman heldur þessu fram um son sinn Gus, þá eru það orð að sönnu.

Gus Dorman er aðeins fimm ára en hann hefur þegar hlotið inngöngu í Mensa-klúbbinn, sem er félagsskapur hinna ofurgreindu. Gus mældist með greindarvísitöluna 147 sem er 12 stigum yfir lágmarkinu þar sem er 135.

Gus er fyrsta barn Róberts og konu hans Kotomi, sem búa í Collinsville í Illinois, þannig að þeim þótti ekkert óeðlilegt þó drengurinn væri orðinn fluglæs fjögurra ára gamall fyrr en þeim var bent á það.

Gus hefur þegar lagt lotukerfið á minnið og heimskortið kann hann utanbókar.

Það að Gus sé þetta vel að sér skapar nokkur vandræði, hann verður órólegur þegar farið er yfir stafrófið og plús og mínus dæmi í skólanum; hann er þegar farinn að fást við margföldun og deilingu.

Að sögn Róberts eru ekki í boði nein sérúrræði fyrir hinn ofurgreinda son hans í Illinois en sjálfur reynir hann að kenna Gus helstu áhugamál hans sem eru stjarneðlisfræði og um svarthol í himingeimnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×