Fleiri fréttir

King vinnur að framhaldi The Shining

Bandaríski rithöfundurinn Stephen King tilkynnti á fyrirlestri í George Mason Háskólanum að hann væri að vinna að framhaldi The Shining. Bókin er ein vinsælasta skáldsaga King. Leikstjórinn Stanley Kubrick framleiddi og leikstýrði kvikmynd byggða á bókinni.

Liam Fox segir af sér

Liam Fox, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Fox hefur verið undir mikilli pressu að undanförnu eftir að upp komst um óeðlileg samskipti hans við Adam Werritty.

Vísindamenn greina gelt píranafiska

Vísindamenn telja sig nú vita hvað gelt píranafiska þýða. Lengi hefur verið vitað að kjötætan ógnvænlega gefi frá sér hljóð en merking þeirra hefur verið á huldu.

Obama boðar aðgerðir gegn Íran

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær að nauðsynlegt sé að einangra Íran enn frekar vegna meints fyrirhugaðs morðtilræðis á sendirherra Sádí-Arabíu í Washington.

Dregið úr björgunaraðstoð eftir mannrán

Ákveðið hefur verið að draga úr björgunaraðstoð í flóttamannabúðum á landamærum Keníu og Sómalíu. Talsmaður Sameinuðu Þjóðanna sagði í viðtali á BBC að þetta hafi verið ákveðið eftir að tveim læknum var rænt við Dadaab flóttamannabúðirnar í Keníu í gær.

Ríkisstjórn Berlusconi heldur velli

Ljóst er að ríkisstjórn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun sitja áfram. Kosið var um vantrauststillögu sem lögð var fram gegn ríkisstjórninni í vikunni. Berlusconi sigraði kosningarnar með 316 atkvæðum gegn 301.

Vonast til að tæma skipið í dag

Björgunarteymi búa sig nú undir að dæla því sem eftir af olíunni úr flutningaskipinu sem strandaði við Nýja Sjáldand.

Harry Potter hrekkjusvín með bensínssprengju

Leikarinn Jamie Waylett hefur verið kærður fyrir að hafa bensínsprengju undir höndum í óeirðunum í London í ágúst á þessu ári. Hann er einnig sakaður um að hafa rænt kampavínsflösku úr verslun sem óeirðarseggir höfðu brotist inn í.

T-Rex stærri en áður var talið

Breskir og Bandarískir vísindamenn hafa lokið nýjustu rannsóknum á Tyrannosaurus Rex (T-Rex). Niðurstöðurnar koma mikið á óvart en vísindamennirnir telja að risaeðlan hafi verið mun þyngri en áður var talið. Einnig sýndu sneiðmyndir af beinum risaeðlunnar að unglingsár hennar hafi verið afar róstusöm.

Bloomberg neitar að hitta mótmælendur

Hundruð mótmælenda komu saman í gær fyrir fram lúxusveitingastaðinn Ciprani í New York. Mótmælendur vonuðust til að geta afhent Michael Bloomberg, borgarstjóra New York, undirskriftarlista þar sem krafist er þess að mótmælendur fái leyfi til að vera áfram í Zucotti Park en þar hafa meðlimir hreyfingarinnar Hernenum Wall Street komið sér fyrir.

Stærðfræðikennari kveikti í sér

Ekki er vitað hvað kennaranum í Béziers í Suður-Frakklandi gekk til þegar hún kveikti í sér í gær. Atvikið átti sér stað í frímínútum og segja vitni að stærðfræðikennarinn hafi hellt yfir sig bensíni áður en hún kveikti í sér.

Miklar truflanir á lestarsamgöngum í Danmörku

Miklar truflanir eru á lestarsamgöngum milli landshluta í Danmörku þessa stundina. Lestarferðir lágu niðri í tvo og hálfan tíma í morgun eftir að maður kastaði sér fyrir lest við Hedehusene milli Kaupmannahafnar og Hróarskeldu um klukkan hálf fimm að staðartíma.

Vísindamenn endurskapa bakteríuna Svarta dauða

Vísindamönnum hefur tekist í fyrsta sinn að endurskapa bakteríuna sem olli Svarta dauða á miðöldum en Svarti dauði er ein skæðasta farsótt sem herjað hefur á mannkynið.

Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi

Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórnmálakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni.

Sprengja reyndist gjöf frá forseta

Stjórnarbyggingar í Stokkhólmi voru rýmdar um tíma í gærmorgun vegna sprengjuhættu. Tveir pakkar fundust sem talið var að gætu innihaldið sprengjur.

Bönkum meinað að greiða arð og bónus

Bankar eiga hvorki að greiða út arð né kaupauka fyrr en varasjóðir þeirra eru orðnir nógu digrir til að standast þær nýju kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til þeirra.

Flóð hrífa með sér börn í flóttamannabúðum

Tvö börn hafa látist og eitt er týnt eftir flóð í Sigale-flóttamannabúðunum í Mogadishu í gær. Fjölskyldur í búðunum flúðu í skjól þegar flóðin skullu á, þunguð kona varð undir í ringulreiðinni og lést.

Facebook og eBay í samstarf

Katie Mitic, einn af stjórnendum eBay, tilkynnti í dag að vefverslunin færi í samstarf með Facebook, samskiptasíðunni vinsælu.

Flugslys á Papúa Nýju-Gíneu

Flugvél hrapaði í Papúa Nýju-Gíneu fyrir stuttu, vélin var á leið til Madang á norðurströnd eyjunnar. 32 farþegar voru um borð.

Fallið frá ákærum á Strauss-Khan

Fallið hefur verið frá nauðgunarákæru á hendur Dominique Strauss-Khan, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Tölvuþrjótur handtekinn

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem sakaður er um að hafa brotist inn í tölvupóst Hollywood-leikara og stolið þaðan gögnum.

Gassprenging í Rio de Janeiro

Gassprenging átti sér stað á veitingastað í miðborg Rio de Janeiro í Brasílíu í dag. Þrír létust og þrettán manns særðust.

Konungur Bútan giftist

Mikill fögnuður er nú í Bútan eftir að konunglegt brúðkaup fór þar fram í gær. Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, hinn 31 ára gamli konungur Bútan, gekk að eiga Jigme Khesar Namgyel Wangchuck wed Jetsun Pema í litlum dal í Himalaföllum.

Játaði bæði á sig nauðgun og morð eftir að hafa verið misþyrmt

Sautján ára dreng, sem grunaður er um að vera stuðningsmaður Gaddafís, var misþyrmt svo illa í Líbýsku fangelsi að hann játaði á sig bæði nauðgun og morð. Mannréttindasamtök leggja hart að bráðabirgðastjórn landsins að stöðva pyntingar í fangelsum.

Breivik losnar úr einangrun á mánudag

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik losnar úr einangrun á mánudaginn kemur en hann hefur verið í einangrunarklefa í 87 daga, eða frá því hann var handtekinn á Útey eftir að hafa myrt 69 manns.

Upphaf Svarta dauða var í London

Vísindamenn í Þýskalandi telja sig hafa fundið uppruna Svarta dauða, einnar skæðustu plágu sögunnar. Veikin felldi nær þriðjung Evrópubúa um miðbik 14. aldar.

Skólum í Osló lokað vegna sprengihættu

Flestum grunnskólum í Osló höfuðborg Noregs var í dag lokað vegna sprengihættu frá handslökkvitækjum. Um framleiðslugalla er að ræða sem veldur því að tækin geta sprungið í loft upp við notkun. Tækin sem um ræðir voru framleidd á árunum 2006 til 2011 en ekki er vitað til þess að tæki af þessari gerð hafi sprungið í Noregi.

Smáforrit gegn nauðgunum

Yfirvöld í Indlandi ætla að berjast gegn nauðgunum í Nýju Delí með sérstöku smáforriti sem konur geta notað til að fæla burt árásarmenn.

Facebook komið á iPad

Notendur iPad spjaldtölvunnar hafa lengi beðið eftir að samskiptasíðan Facebook gefi út sérhannað smáforrit fyrir tölvuna vinsælu.

Sjósetning iOs 5 gekk brösulega

Mikið álag var á netþjónum Apple í gær eftir að opnað var fyrir aðgang að nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, iOs 5.

NATO gagnrýnir dóm yfir Tímóshenkó

Atlantshafsbandalagið, NATO, lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðu í máli Júlíu Tímóshenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misbeitt valdi sínu í samningaviðræðum við rússneska gasrisann Gazprom árið 2009.

Samúð með mótmælendum úr ólíkum áttum

Bill Clinton telur að mótmælin á Wall Street og í öðrum borgum Bandaríkjanna geti skapað rými fyrir rökræður. Clinton, sem er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist skilja reiði mótmælenda.

Mannfall í Mið-Ameríku

Hitabeltisstormur gengur nú yfir Mið-Ameríku og hafa að minnsta kosti 18 manns látist af hans völdum í dag.

Jarðskjálfti veldur skelfingu á Bali

Jarðskjálfti upp á 6 stig á Richter skók eyjuna Bali í Indónesíu í morgunn. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar voru upptök skjálftans um 160 km suðvestur af eyjunni.

Reyna að bjarga Bangkok frá flóðum

Verkamenn í Bangkok höfuðborg Taílands berjast nú við að styrkja flóðavarnir borgarinnar til að koma í veg fyrir að hluti af borginni fari undir vatn.

Átta létu lífið í skotárás í Kaliforníu

Heiftarleg forræðisdeila var orsök þess að átta létu lífið og einn særðist þegar vopnaður maður hóf skotárás á verslunarmiðstöð í strandbænum Seal Beach í suðurhluta Kaliforníu.

Sjá næstu 50 fréttir