Erlent

Óljóst hvort sonur Gaddafi sé í haldi uppreisnarmanna

Allt er á huldu um hvort Mutassim Gaddafi, einn af sonum Muammar Gaddafi leiðtoga Líbíu, sé í haldi uppreisnarmanna eða ekki.

Tilkynnt var um uppreisnarmenn hefðu hann í haldi í gærdag en þeim hefur ekki tekist að staðfesta að það sé rétt. Fréttin af töku Mutassim vakt mikla gleði meðal uppreisnarmanna í Líbíu í gærdag.

Ef Mutassim er í haldi uppreisnarmanna er það mikill sigur fyrir þá. Mutassim er háttsettur herforingi í sveitum Gaddafi og var öryggisráðgjafi föðurs síns. Talið er að Mutassim viti hvar faðir sinn feli sig.

Harðir bardagar geysa enn í borginni Sirte en uppreisnarmenn segja að megnið af borginni sé nú í höndum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×