Játaði bæði á sig nauðgun og morð eftir að hafa verið misþyrmt 13. október 2011 12:15 Frá Líbíu mynd/AFP Sautján ára dreng, sem grunaður er um að vera stuðningsmaður Gaddafís, var misþyrmt svo illa í Líbýsku fangelsi að hann játaði á sig bæði nauðgun og morð. Mannréttindasamtök leggja hart að bráðabirgðastjórn landsins að stöðva pyntingar í fangelsum. Mannréttindasamtökin Amnesty hafa birt skýrslu um meðferð fanga í líbískum fangelsum undir bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna. Skýrslan byggir meðal annars á viðtölum við 300 fanga og heimsóknum í 11 fangelsi bæði í ágúst, skömmu áður en Trípólí féll, og í september. Í skýrslunni er látið í veðri vaka að misþyrmingar á föngum séu blettur á nýrri líbíu, Samtökin telja sig hafa undir höndum sannanir um pyntingar og misþyrmingu fanga sem grunaðir eru um að vera stuðningsmenn Gaddafís, hermenn hans eða málaliðar. Þar segir að eftirlitsmenn Amnesty hafi fundið pyntingartól í einu fangelsinu, en annarsstaðar bárust hljóð af svipuhöggum og öskrum um gangana. Að minnsta kosti tveir verðir frá sitthvoru fangelsinu viðurkenndu aukinheldur að hafa lamið fanga til að knýja fram játningu. Sautján ára piltur frá Tsjad, sem grunaður var um nauðgun og að vera málaliði Gaddafís sagði eftirlitsmönnunum að honum hefði verið misþyrmt svo illa að hann hafi ákveðið að játa á sig sakirnar. Alls hafa hersveitir bráðabirgðastjórnarinnar handsamað fleiri en 2500 manns í nágrenni höfuðborgarinnar Trípólí, flesta án þess að hafa fyrir því handtökuheimild, að því er Breska ríkisútvarpið greinir frá. Það hefur eftir fulltrúa Amnesty að samtökin skilji vel þá erfiðleika sem bráðabirgðastjórnvöld landsins glíma við, en þeir verði að senda skilaboð um að í hinni nýju Líbíu sé ill meðferð fanga ekki liðin. Forsvarsmenn bráðabirgðastjórnarinnar hafa ítrekað fullyrt að misbeiting valds verði ekki liðin, og ásakanir þar um verði rannsakaðar. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Sautján ára dreng, sem grunaður er um að vera stuðningsmaður Gaddafís, var misþyrmt svo illa í Líbýsku fangelsi að hann játaði á sig bæði nauðgun og morð. Mannréttindasamtök leggja hart að bráðabirgðastjórn landsins að stöðva pyntingar í fangelsum. Mannréttindasamtökin Amnesty hafa birt skýrslu um meðferð fanga í líbískum fangelsum undir bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna. Skýrslan byggir meðal annars á viðtölum við 300 fanga og heimsóknum í 11 fangelsi bæði í ágúst, skömmu áður en Trípólí féll, og í september. Í skýrslunni er látið í veðri vaka að misþyrmingar á föngum séu blettur á nýrri líbíu, Samtökin telja sig hafa undir höndum sannanir um pyntingar og misþyrmingu fanga sem grunaðir eru um að vera stuðningsmenn Gaddafís, hermenn hans eða málaliðar. Þar segir að eftirlitsmenn Amnesty hafi fundið pyntingartól í einu fangelsinu, en annarsstaðar bárust hljóð af svipuhöggum og öskrum um gangana. Að minnsta kosti tveir verðir frá sitthvoru fangelsinu viðurkenndu aukinheldur að hafa lamið fanga til að knýja fram játningu. Sautján ára piltur frá Tsjad, sem grunaður var um nauðgun og að vera málaliði Gaddafís sagði eftirlitsmönnunum að honum hefði verið misþyrmt svo illa að hann hafi ákveðið að játa á sig sakirnar. Alls hafa hersveitir bráðabirgðastjórnarinnar handsamað fleiri en 2500 manns í nágrenni höfuðborgarinnar Trípólí, flesta án þess að hafa fyrir því handtökuheimild, að því er Breska ríkisútvarpið greinir frá. Það hefur eftir fulltrúa Amnesty að samtökin skilji vel þá erfiðleika sem bráðabirgðastjórnvöld landsins glíma við, en þeir verði að senda skilaboð um að í hinni nýju Líbíu sé ill meðferð fanga ekki liðin. Forsvarsmenn bráðabirgðastjórnarinnar hafa ítrekað fullyrt að misbeiting valds verði ekki liðin, og ásakanir þar um verði rannsakaðar.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira