Erlent

Slóvakía samþykkti stækkun stöðugleikasjóðsins

Þing Slóvakíu samþykkti í gærkvöldi stækkun á stöðugleikasjóði evru-landanna.

Fyrir tveimur dögum var tillaga um stækkunina felld í þinginu þar sem annar stjórnarflokkanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Stjórnarandstaðan sagði þá að hún myndi styðja tillöguna ef nýjar þingkosningar yrðu haldnar í landinu.

Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í gærkvöldi að nú væri stöðuleikasjóðurinn kominn í gagnið og myndi eiga stóran þátt í að verja fjárhagslegan stöðugleika á evrusvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×