Erlent

Vonast til að tæma skipið í dag

Starfsmenn á vettvangi segja að mikil hætta stafi af skipinu og að mögulega geti það liðast í sundur.
Starfsmenn á vettvangi segja að mikil hætta stafi af skipinu og að mögulega geti það liðast í sundur. mynd/AFP
Björgunarteymi búa sig nú undir að dæla því sem eftir er af olíunni úr flutningaskipinu sem strandaði við Nýja Sjáldand.

Veður hefur verið slæmt og gert starfsmönnum erfitt fyrir á strandstað en núna er að rofa til. Einn starfsmannanna á slysstað sagði að skipsskrokkurinn væri rofinn og  mögulegt sé að skipið liðist í sundur.

300 tonn af olíu hafa þegar lekið úr skipinu og mengað strendur í nágrenninu. Alls eru 1.700 tonn af olíu í skipinu en starfsmönnum tókst einungis að dæla 10 tonnum úr skipinu stuttu eftir að það strandaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×