Erlent

Skólum í Osló lokað vegna sprengihættu

Flestum grunnskólum í Osló höfuðborg Noregs var í dag lokað vegna sprengihættu frá handslökkvitækjum. Um framleiðslugalla er að ræða sem veldur því að tækin geta sprungið í loft upp við notkun. Tækin sem um ræðir voru framleidd á árunum 2006 til 2011 en ekki er vitað til þess að tæki af þessari gerð hafi sprungið í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×