Erlent

Sjósetning iOs 5 gekk brösulega

Gríðarlegt álag var á netþjónum Apple í gær.
Gríðarlegt álag var á netþjónum Apple í gær. mynd/AFP
Mikið álag var á netþjónum Apple í gær eftir að opnað var fyrir aðgang að nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, iOs 5.

Svo mikið var álagið að netþjónarnir hrundu og lýstu Apple-notendur yfir reiði sinni á samskiptasíðunni Twitter, þar er villumeldingin sem upp kemur á Apple tækjum vinsælasta umræðuefnið.

Talið er að fyrirtækið hafi ekki verið nægilega undirbúið fyrir svo mikla aðsókn í stýrikerfið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×