Erlent

Verk eftir Freud selt á hátt í 600 milljónir

Eitt af meistaraverkum breska málarans Lucian Freud var selt á uppboði hjá Sotheby´s í gærkvöldi fyrir yfir 3 milljónir punda eða hátt í 600 milljónir króna.

Verkið er andlitsmynd af Charlie Lumley einum af nágrönnum Freud. Málarinn lést í júlí síðastliðnum, 88 ára að aldri, en hann var barnabarn hins þekkta sálfræðings Sigmund Freud




Fleiri fréttir

Sjá meira


×