Erlent

Bloomberg neitar að hitta mótmælendur

Mótmælendur í New York að þrífa Zucotti Park eftir að borgarstjórinn sagði þau hafa spillt garðinum á síðustu vikum.
Mótmælendur í New York að þrífa Zucotti Park eftir að borgarstjórinn sagði þau hafa spillt garðinum á síðustu vikum. mynd/AFP
Hundruð mótmælenda komu saman í gær fyrir fram lúxusveitingastaðinn Ciprani í New York. Mótmælendur vonuðust til að geta afhent Michael Bloomberg, borgarstjóra New York, undirskriftarlista þar sem krafist er þess að mótmælendur fái leyfi til að vera áfram í Zucotti Park en þar hafa meðlimir hreyfingarinnar Hernenum Wall Street komið sér fyrir.

310.000 manns höfðu lýst yfir stuðningi sínum við veru mótmælenda í garðinum.

Bloomberg fyrirskipaði í gær að rýma ætti garðinn. Hann sagði mótmælendur hafa spillt garðinum á þeim tíma sem þau hefði verið þar.

Borgarstjórinn neitaði að hitta mótmælendur og yfirgaf veitingastaðinn bakdyrameginn.

Mótmælendurnir segjast ekki ætla að verða við óskum borgarstjóra og lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×