Erlent

Átta létu lífið í skotárás í Kaliforníu

Heiftarleg forræðisdeila var orsök þess að átta létu lífið og einn særðist þegar vopnaður maður hóf skotárás á verslunarmiðstöð í strandbænum Seal Beach í suðurhluta Kaliforníu.

Flestir þeirra sem fórust voru staddir inni á hárgreiðslustofu í verslunarmiðstöðinni. Þar vann fyrrum eiginkona árásarmannsins en þau áttu í forræðisdeilu um börn sín. Eiginkonan lét lífið í skotárásinni.

Eftir árásina flúði maðurinn af vettvangi en lögreglan náði honum skömmu síðar. Hann var íklæddur skotheldu vesti og með fjölda vopna í bíl sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×